Það getur verið sniðugt að nota tvívíð strikamerki (QR code) í ýmsu kynningarefni. Það getur til dæmis hentað vel í markaðs- og kynningarefni fyrir sýningar.
Hvað get ég gert við tvívítt strikamerki?
Merkið getur verið veffang þannig að sá sem skannar merkið með smartsímanum vafrar beint inn á vefinn þinn.
Merkið getur verið símanúmer þannig sá sem skannar merkið hringir beint í þig
Merkið getur verið nafnspjald (V-card) þannig að sá sem skannar merkið fær helstu tengiupplýsingar um þig.
Merkið getur líka geymt hreinar textaupplýsingar um vöruna eða þjónustuna sem þú býður upp á.
Dæmi: Þú ert að kynna vöru á sýningu. Þú getur þá haft kynningarefnið þitt myndrænt og með stuttum og hnitmiðuðum texta en vísar í vefinn þínum með strikamerkinu fyrir þá sem vilja kynna sér vöruna þína nánar.
Dæmi um notkun