Já nú er nýtt ár gengið í garð með nýjum tækifærum. Vinnutengd áramótaheit eru falin í að efla vefsíðuna, halda henni meira lifandi og efla e-marketing þekkinguna sem er orðin nokkuð góð en alltaf má gera betur. Fyrirtæki mörg hver nýta sér ekki þau tækifæri á netinu. Rafrænt fréttabréf er til dæmis einföld og ódýr leið til þess að minna á sig og/eða til auglýsa nýjungar. Það er nauðsynlegt að hætta ekki að auglýsa sig eða að vinna í markaðsefni fyrirtækisins þrátt fyrir breyttar aðstæður á fjármálamarkaði. Verið sýnileg og látið vita af ykkur á árinu 2010 og hana nú!!
Bestu kveðjur, Eva Hrönn